Upplýsingar

Spanhelluborð frá Airforce sem er niðurfellanlegt í borðplötuna. Það er með notendavænu stjórnborði, tímastilli og boostervirkni. Flott helluborð sem mun sóma sér vel í eldhúsinu þínu.



Spanhelluborð

Eru mun fljótvirkari og öruggari en venjuleg helluborð. Botninn á pönnunni og/eða pottinum er það eina sem hitnar á meðan hellan sjálf helst köld viðkomu. Þetta bæði sparar orku og minnkar hitatap við eldun.



Eldunarsvæði

Spanhelluborðið er með fjórum hellum. Tvær þeirra eru 14.5 cm að stærð, ein 21 cm og ein 24 cm.



Stjórnborð

Með sleðatakka sem er auðveldur og þægilegur í notkun. Þú einfaldlega velur helluna sem þú ætlar að nota og stillir hitastigið á henni með því að renna fingrinum eftir sleðatakkanum.



Tímastillir

Fyrir hverja hellu er tímastillir sem slekkur sjálfkrafa á hellunni þegar valinn tími er liðinn.



PowerBoost

Háhitaspan er á öllum hellum sem er tilvalið þegar þarf að snöggsteikja eða ná upp suðu.



Stop&Go

Takkinn setur helluborðið á pásu á meðan þú sinnir óvæntum erindum. Heldur hita á pottinum og þegar pásan er tekin af fer hellan aftur á fyrri stillingu.



Pottar og pönnur

Ekki er víst að allir pottar eða pönnur gangi á spanhellur. Auðvelt er að ganga úr skugga um það með því að setja segul á botninn á pottunum eða pönnunum, ef segullinn helst á botninum þá, bingó, gengur á spanhellur.



Og svo hitt

Barnalæsingin kemur í veg fyrir að kveikt sé að helluborðinu fyrir slysni.



 


Eiginleikar

Weight 12,3 kg
Dimensions 12,8 × 63,4 × 88,9 cm
Vörumerki

AIRFORCE