Upplýsingar

AEG combiofn með örbylgjukerfi í seríu 8000. Blástur, undir- og yfirhiti, pizzastilling (blástur með undirhita), einfalt grill, grill og blástur, hefun, þurrkun matvæla, eru meðal kerfa í ofninum, auk örbylgjukerfis. Gratínkerfi sem er upplagt fyrir rétti eins og lasange og kartöflugratín. Hraðhitun og ljós kveiknar þegar ofninn er opnaður. Rafræn hitastýring sem tryggir að hitastigið sé jafnt í öllu ofnhólfinu. Slekkur á blæstri þegar hurðin er opnuð. Ef þú gleymir að slökkva á ofninum slekkur hann sjálfkrafa á sér eftir ákveðinn tíma. Tíminn fer eftir þeirri hitastillingu er notuð var. IsoFront Plus framhlið hurðar hitnar ekki. Hægt er að velja hin ýmsu tungumál fyrir utan íslensku.


Eiginleikar

Weight 41 kg
Dimensions 55 × 56 × 45 cm