Upplýsingar


  • AEG spanhelluborð 58 cm breitt. Niðurfellanlegt, hægt að fræsa ofaní borðplötuna þannig að það sé slétt við hana.

  • Spanhelluborð eru mun öruggari í notkun en venjuleg keramik helluborð og allt gengur mun fljótar fyrir sig. Með „Boostervirkninni“ tekur enga stund t.d. að sjóða vatn.

  • Barnalæsingin kemur í veg fyrir að kveikt sé á helluborðinu fyrir slysni. Það er ekki hægt að byrja að elda fyrr en slökkt hefur verið á barnalæsingunni.

  • Auðvelt er að stilla hitastigið á hellunum. Þú einfaldlega dregur fingurinn eftir sleðatakkanum til að stilla hitann.  

  • "Automatic" stillling: Hellan fer á hæðsta styrk í ákveðin tíma, lækkar síðan á valda stillingu. Hægt er að gera hlé á eldum. Tímastillir er á öllum hellum. Hellan slekkur á sér þegar völdum tíma er náð. Sjálfvirk öryggisslökkvun er á helluborðinu.


Eiginleikar

Vörumerki

AEG