Upplýsingar

Jura E6 kaffivélin gerir þér kleift að njóta hins fullkomna kaffibolla á hverjum degi. Auk hefðbundinna svartra kaffidrykkja getur þú hellt uppá hina ýmsu kaffidrykki, flóað mjólk eða fengið þér heitt vatn í teið.



Hönnun

Við hönnun kaffivélarinnar er athygli notandans dregin að því sem mestu máli skiptir, hinu fullkomna kaffi. Tímalaus og fáguð hönnun kaffivélarinnar passar inn í hvaða umhverfi sem er.



Frá baun til kaffibolla

Njóttu þægindanna með sjálfvirkri kaffivél sem sparar þér bæði tíma og vinnu. Það eina sem þarf að gera er að ýta á einn takka og vélin malar kaffið í réttu magni og hellir uppá á örskotsstundu. Þegar baunirnar eru malaðar rétt áður en þær eru notaðar færðu besta bragðið og ilminn.



Kaffidrykkir

Auk hefðbundinna svartra kaffidrykkja er mögulegt að hella uppá hina ýmsu kaffidrykki eins og t.d. Cappuccino og Lungo Barista.  



Innbyggð kvörn

Professional Aroma kvörnin er afar hljóðlát og tryggir fullkomna mölum kaffibauna sem síðan tryggir að uppáhellingarferlið laðar fram öll blæbrigði baunanna.



Stjórnborð

2.8"  litaskjár, sex vel staðsettir takkar og nýtt stýrikerfi sem gera notkun kaffivélarinnar bæði einfalda og þægilega.



Auðvelt að þrífa

Hægt er að fjarlægja flesta hluti vélarinnar til þess að þrífa þá undir rennandi vatni.  



Fylgihlutir

Vatnsfilter, hreinsitöflur og kaffiskeið fyrir malað kaffi.



Og svo hitt

Vélin er bæði fyrir baunir og malað kaffi.



 


Eiginleikar

Vörumerki

JURA